Fulltrúi Barnaverndar Reykjavíkur sem ég hef nú kært fyrir skjalafals, heitir Helga Einarsdóttir. Heimildin hefur fjallað um vinnubrögð hennar áður, í Laugalandsmálinu svokallaða.
“Þá vilja konurnar fá upplýsingar um hvers vegna sumar þeirra voru sendar á fósturheimili að lokinni langri meðferð í Varpholti eða á Laugalandi. Þær telja margar hverjar að engar ástæður hafi verið til þess að vista þær fjarri foreldrum sínum eftir meðferðarvistunina og hafa engar skýringar fengið á þeim ákvörðunum.”
“Þá óskaði Stundin eftir viðtali við Helgu Einarsdóttur hjá Barnavernd Reykjavíkur, sem fór með mál fjölmargra þeirra stúlkna sem sendar voru úr Reykjavík til vistunar í Varpholti og Laugalandi. Helga hefur hins vegar ekki gefið færi á viðtali.”
Hvers vegna er þessi kona ennþá í valdastöðu gagnvart börnum? Núna hefur þessi kona nýtt stöðu sína til að vista drenginn minn á fósturheimili og láta lögregluna lýsa eftir honum. Hvernig á ég að treysta því að barnavernd með sviðna jörð eftir sig, vinni mál barnsins míns af heilindum og tryggi öryggi þess?
https://heimildin.is/grein/12880/?fbclid=IwAR1yJcLpLfQubRnFthFwn9pfI-UsPCkbe--bQn7I8wWa2N6wv3RT9rlTkaemATQTNDYBNMO4q977Qp89VQYZC7HTjN5NCRit4xGltMe94MuI29kQMQLfvrODjxxjhf4