Spad i spilin
15 supporters
Valentínusardagurinn 💖

Valentínusardagurinn 💖

Feb 13, 2023

Þessi langa færsla/spá átti nú bara að vera til gamans fyrir Valentínusardaginn en spilin gáfu skí.... í það og ákváðu að koma með eitthvað alvöru 💖 Þetta á örugglega vel við fyrir einhverja aðila því sú staðreynd að 3 mismunandi stokkar bakki hvorn annan upp í 3 lögnum er alveg meiriháttar að sjá, sérstaklega fyrir hóp 3, þá gargaði ég nú bara að sjá þessi spil koma út og trúði varla mínum eigin augum, öll það sama, skuldbinding eða trúlofun 💍😍 Ef það rætist þá verð ég nú að fá að vita það 😉 Ég ákvað síðan að taka Energy oracle stokkinn til að fá aðeins meiri upplýsingar og það var nú alveg magnað að sjá samræmið hjá þeim spilum við lagnirnar. Sá það síðan eftir að ég var búin að stilla öllu upp hér að hugsanlega er þetta vegferð eins pars, gæti vel verið og ef einhver tengir við það þá væri nú gott að heyra af því.

Hópur 1, hugsanlega hafið þið þekkst í fyrra lífi ef þið trúið á það eða þá að tengingin á milli ykkar sé alveg sérstaklega sterk og mikil ástríða og ást á milli ykkar, kannski sálufélagar. Cornucopia spilið kom með þeirri lögn og það fjallar um allsnægtir á flestum sviðum lífsins og í þessu tilfelli myndi ég segja að þið séuð að uppfylla flestar óskir hvors annars sem makar. Fyrir þá einhleypu þá er þetta kannski á leiðinni til ykkar 💖

Hópur 2 þarf að hætta stjórnsemi og leyfa hlutunum að þróast í rólegheitum á þann hátt sem það á að gerast og virðist vera í tímabundnu aðskilnaðartímabili, held að þetta sé nú ekki búið endanlega. Þeir sem tengja við þetta þá bendir allt til þess að þetta aðskilnaðartímabil sé vegna þróunar- eða einhverskonar gróskutímabili andlega séð og spilið The temple path bendir einmitt til þess líka. Mjög mikið andlega tengt, kannski er verið að vinna í sjálfum/sjálfri sér eða tímabil þróunar á einhverjum andlegum Guðs gjöfum, þið vitið örugglega hvað ég er að tala um þó ég finni ekki réttu orðin akkúrat núna. Mikill söknuður í gangi sem bendir til þess að þetta sé ekki endilega búið. Fyrir þá einhleypu þá gildir það sama varðandi þetta andlega ferli og/eða heilun á einhvern hátt 💖

Hópur 3, yfir þessum spilum gargaði ég hátt þegar annað spilið kom út og enn hærra þegar það þriðja kom 😅 Í alvöru talað, líkurnar á því að svona lagað gerist eru eiginlega bara 0,0000001% eða bara engar nema í þessu tilviki 😅 Hér er augljóslega um skuldbindingu að ræða hvort sem það endar með trúlofun eða ekki. Spilið Angel of strength kom með þessari lögn og bendir á það að þessi vegferð hafi nú ekki komið fyrirhafnarlaust eða án átaka. Mikil ást og gleði og til hamingju með hvort annað segi ég nú bara fyrirfram 💖 Fyrir þá einhleypu þá geta náttúrulega allir endað í þessari stöðu nema að viðkomandi vilji ekkert með neina skuldbindingu að gera💖

Ég vona að allir muni njóta morgundagsins burtséð frá því hvernig sambands-statusinn er 😊

Enjoy this post?

Buy Spad i spilin a coffee

More from Spad i spilin