Helga Sif
96 supporters
Dagur í lífi verndandi móður.

Dagur í lífi verndandi móður.

Jun 03, 2023

Ég er búin að senda 25 tölvupósta í dag, ásamt mörgum símtölum að reyna að átta mig á hvað kerfið ætlar að gera fyrir drenginn minn. Eins og staðan er núna, virðist kerfið ekki ætla að gera neitt fyrir okkur, nema að láta lögreglu leita að drengnum mínum. Tilgangurinn er óljós, því ég hef boðið barnavernd að ræða við mig og barnið í myndsímtölum og sent þeim upplýsingar um að hann er í kennslu og fær læknishjálp. Barnaverndin hefur rætt við mig aðeins einu sinni, og þekkir mig ekkert, en ég hef svarað erindum þeirra samviskusamlega. Einhvern veginn hefur barnsföður mínum tekist að gaslýsa þessa tilteknu barnavernd sem tók nýlega við málinu, og hasarinn er slíkur að það þótti eðlilegast að hjóla beint í að láta lögreglu leita að barninu sem er öruggt hjá forsjárforeldri, í stað þess að halda áfram að ræða við okkur og aðstoða okkur. Eða bara kynnast okkur. Erfitt hefur reynst að ná sambandi við barnaverndina, sem sleppti að svara tölvupóstum mínum og lögmanna minna dögum saman eftir að mér var sagt að lögreglan væri að leita að drengnum.

Svo virðist sem lögreglan sé að leita að drengnum til að fara með hann til læknis. Samt er hann í eftirliti læknis, en ég hef beðið um að ég fái að halda upplýsingum um læknisþjónustu hans leyndum, svo drengurinn geti áfram verið í eftirliti sama læknis án þess að eiga á hættu að gerð verði þar önnur aðför í miðri læknisheimsókn. Ég er að reyna að finna leið til að lenda þessu svo lögreglan fari ekki að smella nafni og mynd af barninu í fjölmiðla og lýsa eftir því. Og brjóta þar með á friðhelgi barnsins. Eins og barnið hafi ekki þolað nógu mörg mannréttindabrot, kerfið virðist vilja bæta fleirum við.

Allt þetta á meðan ég reyni að halda taugakerfinu mínu í lagi, svo börnin mín skynji ekki að eitthvað er að. Þennan tölvupóst sendi ég á heilbrigðisráðuneytið áðan.

Enjoy this post?

Buy Helga Sif a dinner

More from Helga Sif